Sport

Gary Payton fullur undir stýri

NBA-leikmaðurinn Gary Payton á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Payton var handtekinn í lok síðasta mánaðar grunaður um ölvunarakstur. Var kappinn látinn blása og útkoman ekki hliðholl fyrir Payton. Hann á að mæta fyrir rétt um miðjan október sökum þessa. Hinn 36 ára Payton var skipt til Boston Celtics frá Los Angeles Lakers fyrir komandi tímabil og var síður en svo ánægður með það mál. Er hann óánægður með framkomu stjórnarmanna Lakers enda lækkað sig í launum til að leika með liðinu. Payton hefur hótað að hætta körfuknattleiksiðkun frekar en að leika með Celtics. Þess má geta að Gary Payton var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Toronto í fyrra fyrir slagsmál. Hann var hjá Milwaukee Bucks á þeim tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×