Sport

Newcastle vildu stóra Sam

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, segist hafa fengið tilboð um að taka við framkvæmdastjórastöðu Newcastle United. Stóri Sam eins og hann er jafnan kallaður segist hafa verið mjög upp með sér með tilboð Newcastle, en hins vegar hafi hann nýlega skrifað undir 10 ára samning við Bolton, sem hann hyggist standa við. Allardyce er ekki eini knattspyrnustjórinn sem hafnaði því að taka við af hinum aldna Bobby Robson, því að Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham hafnaði einnig starfinu vegna tryggðar sinnar við núverandi atvinnuveitendur sína, auk þess sem talið er að Steve Mcclaren hjá Middlesborough og Martin O´Neill hjá Celtic hafi verið boðin staðan áður en leitað var til Graeme Souness, sem tók að sér starfið. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×