Sport

Maradona í umsjá Castro?

Það líður varla sá dagur að ekki heyrist eitthvað fréttnæmt af Diego Armando Maradona, einum af umdeildustu knattspyrnumönnum sögunnar. Eru þær fréttir oftar en ekki tengdar kókaínfíkn kappans. Nú hafa læknar Maradona beðið Fidel Castro, forseta Kúbu, að hjálpa Argentínumanninnum til að losna við fíkn sína fyrir fullt og allt. Að sögn sendiherra Argentínumanna á Kúbu eru miklar vonir bindnar við Castro. Er vonast til að hann geti nýtt sér vináttubönd sín við Maradona og geti gengið honum í föðurstað, meðan hann nær sér frá vonlausu ástandi líkama og sálar. Castro þykir strangur en sanngjarn faðir en hefur þó átt í erfiðleikum með að sleppa tökunum á eigin börnum og reynst erfitt að hleypa þeim úr hreiðrinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×