Sport

Jón Arnór fer vel af stað

Óhætt er að segja að íslenski landsliðsmaðurinn, Jón Arnór Stefánsson, fari vel af stað með nýja félaginu sínu, Dynamo St. Petersburg frá Rússlandi. Hann hefur nú leikið tvo æfingaleiki á Ítalíu og þetta hefur hann gert í þeim; Í fyrri leiknum, gegn Montcatini skoraði Jón Arnór 11 stig, gaf 7 stoðsendingar, tók 5 fráköst og stal 3 boltum í 84-76 sigri. Hann gerði enn betur í hinum leiknum en þá skoraði hann 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 3 boltum í 91-81 sigri Dynamo á B.C. Kiev frá Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×