Sport

Haukar unnu með 11 marka mun

Íslandsmeistarar Hauka urðu meistarar meistaranna í handbolta karla í kvöld eftir 11 marka sigur, 42-31, á bikarmeisturum KA á Ásvöllum.  KA-menn höfðu forustuna framan af leik en Haukar höfðu yfir 17-15 í hálfleik og unnu seinni hálfleik með níu mörkum, 25-16. Þórir Ólafsson skoraði tólf mörk fyrir Hauka, Vignir Svavarsson var með átta mörk og Jón Karl Björnsson gerði 7. Jónatan Þór Magnússon og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Akureyrarliðið sem tapaði öðrum úrslitaleik fyir Haukum á aðeins tveimur dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×