Sport

Tap gegn Ungverjum í U-21

Undir 21 árs landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Ungverjum 1-0 í undankeppni Evrópumótsins í dag. Markið kom á lokamínútu leiksins. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 17. mínútu. Einum færri börðust Íslendingar vel en Ungverjar misstu mann út af með rautt spjald á 60. mínútu. Íslendingar eru með 3 stig eftir tvo leiki í riðlinum. Myndin er úr leik ungmennalandsliðsins gegn Búlgörum síðastliðinn föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×