Sport

ÍA Íslandsmeistari í 2. flokki

Skagamenn hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í öðrum flokki karla eftir spennu dramatík í lokaumferð A-deildar. Fyrir lokaumferðina var ÍA einu stigi á eftir Breiðabliki sem lék gegn HK á meðan Skagamenn heimsóttu FH-inga í Kaplakrika. Blikar gerðu 2-2 jafntefli við HK en ÍA lagði FH með fjórum mörkum gegn þremur og tryggði sér þar með titilinn. HK og Fjölnir féllu í B-deild en Valur og ÍR komust upp í A-deild. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×