Sport

Mottukeppni strákanna

Leikmenn íslenska ungmennalandsliðsins í knattspyrnu hafa brugðið á leik fyrir viðureign sína gegn Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins. Íslensku piltarnir hafa margir hverjir safnað yfirvaraskeggi eða svokallaðri mottu, eins og leikarinn Burt Reynolds skartaði þegar hann var upp á sitt besta. Tilgangurinn með uppátækinu er að sögn þeirra að efla samstöðu í hópnum en liðið vann frækilegan sigur á Búlgörum á föstudaginn var. Eins og gefur að skilja eiga ungu mennirnir misjafnlega erfitt með að safna skeggi og hafa margir hverjir brugðið á það ráð að lita skeggið dökkt til að gera það meira áberandi. Þeir sem geta hins vegar alls ekki safnað skeggi hafa látið skera hár sitt á undarlegan hátt eða litað það skjannahvítt. Íslensku strákarnir mæta þeim ungversku í dag en sigurinn á Búlgörum var sá fyrsti í þrjú ár hjá ungmennaliðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×