Gamla séða frúin á ítalíu 6. september 2004 00:01 Löngu fyrir tíð Romans Abramóvitsj komst í tísku meðal auðmanna að eiga eitt stykki fótboltalið til að leika sér með. Ítalskir auðjöfrar hafa í gegnum tíðina verið fremstir meðal jafningja í þessu sporti og var ríkuleg peningainnspýting eigendanna meginástæða þess að ítölsk félagslið gátu laðað til sín sterkustu leikmenn heims allt fram yfir 1990 er sprenging varð í greiðslum fyrir sjónvarpsrétt og hagur liða í samkeppnislöndum Ítala vænkaðist mjög. Lengsta samfellda eignarhald auðjöfra á fótboltafélagi er eign Fíatfjölskyldunnar Agnelli á Juventus frá Tórínó. Familían hefur átt félagið í rúm 80 ár og gert það að sigursælasta og vinsælasta knattspyrnufélagi Ítalíu. Fimmti hver Ítali styður Juve og ná vinsældirnar langt út fyrir heimaborgina Tórínó. Reyndar segja gárungar að fleiri styðji Juve í, Palermó höfuðborg Sikileyjar, en heima í Tórínó og Juventus hefur stundum leikið Evrópuleiki í Palermó og alltaf fyllt völlinn. Konungurinn Moggi Þegar peningasprengjan varð í boltanum upp úr 1990 lýsti Giovanni Agnelli, forseti félagsins, því yfir að hann væri búinn að henda sinni síðustu líru í þessa átt og stefnt skyldi að því að gera félagið að arðvænlegu fyrirtæki, aðeins þannig gæti liðið áfram verið í fremstu röð. Hann réð alræmdan ref til félagsins, Luciano Moggi, sem kallaður er ìkonungur markaðarinsî á Ítalíu vegna slyngni sinnar í leikmannakaupum. Moggi hafði áður stýrt Napólí á gullaldarárum Maradona en átti yfir höfði sér fangelsisvist vegna misferlis. Það mál gufaði hins vegar upp á mjög hentugum tíma (sumir segja vegna áhrifa Agnellis) og Moggi tók til við uppbygginguna. Undir stjórn Moggi og félaga hefur vöxtur Juve verið mikill og er liðið nú í öðru sæti í heiminum á eftir Manchester United á listanum yfir tekjuhæstu félögin. Er það einkum vegna snjallrar markaðssetningar og tekna af sjónvarpsrétti því tekjur af miðasölu eru einungis um þriðjungur af því sem er hjá ensku risunum. Markverðast er þó hvernig Juve notar peningana. Ár eftir ár skilar Moggi hagstæðum ìvöruskiptajöfnuðiî er kemur að kaupum og sölum. Hann hikar ekki við að selja stjörnuleikmenn ef hann telur verðið of gott til að segja nei. Þannig hafa Vialli, Vieri, Zidane og fleiri snillingar mátt kveðja Delle Alpi á hátindi ferils síns og peningarnir notaðir til að kaupa nokkra leikmenn í staðin. Rómaborg rænd Í sumar sýndi Moggi enn og aftur snilli sína og náði að styrkja leikmannahópinn verulega án þess að leggja út ofurupphæðir. Hann fékk landsliðsfyrirliðann Fabio Cannavaro frítt frá Inter og náði Emerson og Zebina með bellibrögðum frá Roma fyrir skammarlega lítinn pening. Hann borgaði reyndar slæðing fyrir Oliver Kapo og Zlatan Ibrahimovic en náði inn vel fyrir þeim kaupum með því að selja Marco Di Vaio, Enzo Maresca og Fabrizio Miccoli – allt leikmenn sem voru aldrei fastamenn í liðinu en fékkst samt mjög gott verð fyrir. Þessi leikmannakaup, ásamt komu þjálfarans sigursæla Fabio Capello til liðsins, gera Juve afar líklegt til alls í ítölsku deildinni í vetur þótt sparkblaðamenn syðra telji Mílanóliðin tvö sigurstranglegust í deildinni sem hefst um næstu helgi. Hún er séð gamla frúin (eins og Ítalir nefna liðið: La vecchia signora) og hver veit nema Tórínóbúarnir verði meistarar í 28. skipti næsta vor. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Löngu fyrir tíð Romans Abramóvitsj komst í tísku meðal auðmanna að eiga eitt stykki fótboltalið til að leika sér með. Ítalskir auðjöfrar hafa í gegnum tíðina verið fremstir meðal jafningja í þessu sporti og var ríkuleg peningainnspýting eigendanna meginástæða þess að ítölsk félagslið gátu laðað til sín sterkustu leikmenn heims allt fram yfir 1990 er sprenging varð í greiðslum fyrir sjónvarpsrétt og hagur liða í samkeppnislöndum Ítala vænkaðist mjög. Lengsta samfellda eignarhald auðjöfra á fótboltafélagi er eign Fíatfjölskyldunnar Agnelli á Juventus frá Tórínó. Familían hefur átt félagið í rúm 80 ár og gert það að sigursælasta og vinsælasta knattspyrnufélagi Ítalíu. Fimmti hver Ítali styður Juve og ná vinsældirnar langt út fyrir heimaborgina Tórínó. Reyndar segja gárungar að fleiri styðji Juve í, Palermó höfuðborg Sikileyjar, en heima í Tórínó og Juventus hefur stundum leikið Evrópuleiki í Palermó og alltaf fyllt völlinn. Konungurinn Moggi Þegar peningasprengjan varð í boltanum upp úr 1990 lýsti Giovanni Agnelli, forseti félagsins, því yfir að hann væri búinn að henda sinni síðustu líru í þessa átt og stefnt skyldi að því að gera félagið að arðvænlegu fyrirtæki, aðeins þannig gæti liðið áfram verið í fremstu röð. Hann réð alræmdan ref til félagsins, Luciano Moggi, sem kallaður er ìkonungur markaðarinsî á Ítalíu vegna slyngni sinnar í leikmannakaupum. Moggi hafði áður stýrt Napólí á gullaldarárum Maradona en átti yfir höfði sér fangelsisvist vegna misferlis. Það mál gufaði hins vegar upp á mjög hentugum tíma (sumir segja vegna áhrifa Agnellis) og Moggi tók til við uppbygginguna. Undir stjórn Moggi og félaga hefur vöxtur Juve verið mikill og er liðið nú í öðru sæti í heiminum á eftir Manchester United á listanum yfir tekjuhæstu félögin. Er það einkum vegna snjallrar markaðssetningar og tekna af sjónvarpsrétti því tekjur af miðasölu eru einungis um þriðjungur af því sem er hjá ensku risunum. Markverðast er þó hvernig Juve notar peningana. Ár eftir ár skilar Moggi hagstæðum ìvöruskiptajöfnuðiî er kemur að kaupum og sölum. Hann hikar ekki við að selja stjörnuleikmenn ef hann telur verðið of gott til að segja nei. Þannig hafa Vialli, Vieri, Zidane og fleiri snillingar mátt kveðja Delle Alpi á hátindi ferils síns og peningarnir notaðir til að kaupa nokkra leikmenn í staðin. Rómaborg rænd Í sumar sýndi Moggi enn og aftur snilli sína og náði að styrkja leikmannahópinn verulega án þess að leggja út ofurupphæðir. Hann fékk landsliðsfyrirliðann Fabio Cannavaro frítt frá Inter og náði Emerson og Zebina með bellibrögðum frá Roma fyrir skammarlega lítinn pening. Hann borgaði reyndar slæðing fyrir Oliver Kapo og Zlatan Ibrahimovic en náði inn vel fyrir þeim kaupum með því að selja Marco Di Vaio, Enzo Maresca og Fabrizio Miccoli – allt leikmenn sem voru aldrei fastamenn í liðinu en fékkst samt mjög gott verð fyrir. Þessi leikmannakaup, ásamt komu þjálfarans sigursæla Fabio Capello til liðsins, gera Juve afar líklegt til alls í ítölsku deildinni í vetur þótt sparkblaðamenn syðra telji Mílanóliðin tvö sigurstranglegust í deildinni sem hefst um næstu helgi. Hún er séð gamla frúin (eins og Ítalir nefna liðið: La vecchia signora) og hver veit nema Tórínóbúarnir verði meistarar í 28. skipti næsta vor.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira