Sport

Roddick og Hewitt komust áfram

Andy Roddick frá Bandaríkjunum komst í gærkvöld í sextán manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu tennis í New York þegar hann vann Guillermo Canas frá Argentínu í þremur settum. Lleyton Hewitt frá Ástralíu komst einnig áfram þegar hann bar sigurorð af Feliciano Lopez frá Spáni í þremur settum. Bandaríska tennisstjarnan Serena Williams komst í sextán manna úrslit í kvennaflokki þegar hún vann auðveldan sigur á Patty Schnyder. Serena mætir landa sínum Jennifer Capriati sem vann Ai Sugiyama frá Japan í tveimur settum. Á myndinni fagnar Roddick sigrinum á Canas í gærkvöld.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×