Sport

Skýring magakveisunnar væntanleg

Magakveisa hrjáir um helming leikmanna U21 landsliðs karla en liðið hélt til Ungverjalands í gær og mun leika við heimamenn í undankeppni EM á morgun. Leikmennirnir hafa verið rannsakaðir af lækni og er bráðabirgðaniðurstöðu að vænta í dag um hvers eðlis magakveisan er og hvernig leikmennirnir veiktust. Landsliðsmennirnir fóru út að borða á þekktum veitingastað í Reykjavík á föstudagskvöld og eftir það veiktust nokkrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×