Sport

Haukar og Stjarnan sigruðu

Handknattleiksmótinu Reykjavik Open lauk í kvöld. Haukar sigruðu í karlaflokki en Stjarnan í kvennaflokki. Haukar mættu KA í úrslitum hjá körlunum og þar höfðu Íslandsmeistararnir mikla yfirburði gegn bikarmeisturunum. Þeir náðu mest átta marka forystu í leiknum og unnu að lokum með fjórum, 35-31. Þórir Ólafsson var atkvæðamestur Hauka með tíu mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði átta. Birkir Ívar var öflugur í markinu og varði sextán skot. Jónatan Magnússon var bestur hjá KA með átta mörk en lítil markvarsla háði KA eins og svo oft áður. Úrslitaleikur kvenna á milli Stjörnunnar og Hauka var æsispennandi og endaði í framlengingu. Þar hafði Stjarnan betur og sigraði að lokum 29-27 en staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Ragnhildur Guðmundsdóttir var markahæst Haukastúlkna með sjö mörk og Helga Torfadóttir varði 25 skot í markinu. Elísabet Gunnarsdóttir var best hjá Stjörnunni en hún skoraði átta mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×