Sport

Birgir Leifur sigraði

Toyotamótaröðinni lauk um helgina þegar Icelandair-mótið fór fram á Strandavelli á Hellu. Ragnhildur Sigurðardóttir GR var með pálmann í höndunum fyrir mótið en Ólöf María Jónsdóttir GK, sem var í öðru sæti, hélt utan til Bandaríkjanna til æfinga fyrir úrtökumót Future-mótaraðarinnar og gat því ekki gert atlögu að fyrsta sætinu. Ragnhildur lék á pari vallarins, 140 höggum, og var 8 höggum á undan Helenu Árnadóttur GA sem var í öðru sæti. Anna Jódís Sigubergsdóttir lék á 150 höggum og náði þriðja sæti. Ragnhildur sigraði því í Toyotamótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir GK varð önnur og Tinna Jóhannsdóttir GK hampaði þriðja sætinu. Búist var við æsispennandi keppni í karlaflokki en fyrir mótið var aðeins þrettán stiga munur á Birgi Leifi Hafþórssyni GKG og Björgvini Sigurbergssyni GK og gat því sigurinn lent hvorum megin sem er. Birgir lék á fjórum höggum undir pari eða á 136 höggum. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Stefán Orri Ólafsson GL og Sturla Ómarsson GR sem voru tveimur höggum á eftir Birgi Leifi. Björgvin náði sér ekki á strik og stóð Birgir Leifur því uppi sem sigurvegari í mótaröðinni. irgir Leifur var ánægður með árangurinn en sagðist hafa gert klaufamistök á báðum dögum mótsins. "Það var engu að síður góð tilfinningin að vinna mótið og verða þar með stigameistari." Birgir Leifur náði að standast spennuna í baráttunni við Björgvin Sigurbergsson. "Þó að nokkur mistök hafi litið dagsins ljós þá var þetta traust spilamennska." Framundan hjá Birgi er úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina. "Ég held vonandi áfram á sömu braut þar, spila sama golf, vera þolinmóður en það er happa og glappa hverja viku fyrir sig hvernig maður er upplagður. Komast sem lengst, það er markmiðið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×