Sport

Solberg sigrar í Japansralli

Norðmaðurinn Petter Solberg bar sigur úr býtum í Japansrallinu sem lauk í morgun. Ýmislegt gekk á í keppninni en heimsmeistarinn Solberg, sem ekur Subaru, hafði forystu frá upphafi til enda og varð einni mínútu og þrettán sekúndum á undan Frakkanum Sebastian Loeb á Citroen sem varð í 2. sæti. Eistinn Markko Märtin varð þriðji á Ford. Sebastian Loeb er hins vegar langefstur að stigum í keppni ökuþóra með 84 stig. Solberg er annar með 54 stig og Märtin þriðji með 53 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×