Sport

Íslandsmót í strandblaki

Strandblak sló heldur betur í gegn á Ólympíuleikunum í Aþenu. Íslandsmóti í íþróttinni lauk í dag.Íslandsmót í strandblaki var síðast haldið fyrir 10 árum en um helgina voru opnaðir tveir nýir og glæsilegir strandblaksvellir í Fagralundi í Kópavogi á vegum HK. Þeir sem mættu á Íslandsmótið um helgina, 10 karlalið og 6 kvennalið, keppast um að skipa landslið Íslands í strandblaki sem send verða á Ólympíuleika smáþjóða í Andorra næsta sumar. Strandblak kvenna dró að sér flesta áhorfendur í Aþenu en ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur í Fagralundi í dag þegar leikið var til úrslita en þó nokkur fjöldi fylgdist með úrslitarimmunum. Birna Baldursdóttir og Karen Gunnarsdóttir úr KA urðu Íslandsmeistarar í strandblaki kvenna, þær lögðu Petrúnu Björg Jónsdóttur og Huldu Elmu Eysteinsdóttur úr Þrótti Reykjavík í 2 hringum gegn einni. Í karlaflokki urðu Júlíus Pétursson og Einar Sigurðsson í HK Íslandsmeistarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×