Sport

Boxari handtekinn fyrir nauðgun

Boxarinn Ricardo Mayorga var handtekinn í Managua í Níkaragúa eftir að tvítug kona kærði hann fyrir árás og nauðgun. Mayorga, sem er fyrrverandi heimsmeistari í fluguvigt, er sagður hafa lokkað konuna inn á hótelherbergi á miðvikudaginn þar sem hann hafi komið fram vilja sínum við hana. Hann hefur neitað allri sök. Málið gæti haft áhrif á bardaga Mayorga við Felix Trinidad sem fer fram í New York 2. október. Að sögn lögfræðingsins Sergio Morales, sem mun verja boxarann ef til réttarhalda kemur, mun Mayorga halda aftur til Bandaríkjanna innan tíðar til æfinga fyrir bardagann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×