Sport

Mutombo til Houston?

Forráðamenn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik eru á höttunum eftir miðherjanum Dikembe Mutombo, sem lék með Chicago Bulls á síðasta tímabili. Ætlunin er að nota Mutombo sem varamiðherja fyrir Kínverjann Yao Ming. Ef samningar nást munu leikstjórnandinn Mike Wilks og framherjarnir Eric Piatkowski og Adrian Griffin fara til Bulls í skiptum fyrir Mutombo. Á 13 ára ferli hefur Dikembe Mutombo skorað 12,2 stig að meðaltali, verið með 12,1 fráköst og varið 3,3 skot. Þá hefur hann verið iðinn við að skipta um lið og New York Knicks, New Jersey Nets, Philadelphia 76ers, Atlanta Hawks og Denver Nuggets hafa öll fengið að njóta krafta hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×