Sport

Þrenna hjá Hannesi

Hannes Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk íslenska U-21 árs liðsins er það lagði jafnaldra sína frá Búlgaríu að velli, 3-1, á Víkingsvelli í gær. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Liðið spilaði frábæra knattspyrnu. Einfaldan fótbolta þar sem boltinn var látinn ganga á milli manna með fáum snertingum. Eina mark Búlgara kom sjö mínútum fyrir leikslok en það var með þrumuskoti fyrir utan teig. Boltinn hafði viðkomu í Hannesi og þaðan í markið og má því í raun segja að hann hafi skorað öll mörkin í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×