Sport

Guti spáir fyrir um framtíð Owen

Michael Owen þarf að hafa mikið fyrir því að slá Raul út úr liði Real Madrid, ef marka má orð Guti, félaga hans hjá liðinu. "Owen er bara nýkominn og verður að aðlagast félaginu," segir Guti. "Hann er góður leikmaður og fæddur markaskorari. En hann verður að hafa sig allan við ef hann á að slá Raul út úr byrjunarliðinu. Raul er fyrirliði, tákn og sál liðsins" sagði Guti. Raul hefur átt í vandræðum með að skora í töluverðan tíma og aðeins gert þrjú mörk fyrir Real Madrid síðan í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×