Sport

Fylkismenn á flugi

Fylkismenn unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild karla þegar þeir sóttu þrjú stig í greipar Víkinga. Fylkismenn minnkuðu þar með forskot FH-inga í tvö stig á toppnum og hafa sýnt allt annan og betri leik að undanförnu. Víkingar byrjuðu betur og skoruðu fyrsta markið um miðjan fyrri hálfleik þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði laglegt mark og kom Víkingum verðskuldað yfir. Víkingar gáfu eftir á lokamínútum og Helgi Valur Daníelsson jafnaði rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik voru Fylkismenn sterkari aðilinn en það var ekki fyrr en töluvert var liðið á hálfleikinn að þeir komust yfir og bættu síðan öðru marki við. „Við þurftum að fara í naflaskoðun. Þegar allir hafa verið að tala okkur niður höfum við trúað því hvað við getum. Við erum með góða leikmenn, góðan þjálfara og góða stjórn og það hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðleikana,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, leikmaður Fylkis, eftir sigurinn á Víkingi í gær. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×