Sport

Það er ennþá möguleiki

Tvö neðstu liðin í Landsbankadeildinni, KA og Fram, skildu jöfn, 0–0, í opnurnarleik 15. umferðar á Akureyri í gær. Þrátt fyrir að bæði lið hafi ekki farið stiglaus heim er hætt við því að eitt stig hafi verið of lítið í harði botnbaráttu í deildinni. Grindavík og Víkingur hafa nú eins stigs forskot á Fram og þrjú stig á KA auk þess að eiga bæði leik inni á morgun og mánudag. KA-menn áttu góðan leik og sköpuðu sér mörk góð færi og Framarar voru því heppnir að komast með eitt stig frá Akureyri. KA menn byrjuðu mikið betur og voru mikið betri í fyrri hálfleik og áttu Framarar ekki skot á markið í þeim fyrri. Allt virtist því stefna í langþráðan KA sigur. Framarar komu sterkari til seinni hálfleiks en geta samt vel við unað með eitt stig „Það er ennþá möguleiki að halda sér í deildinni og meðan það eru möguleiki þá höldum við áfram. Við spiluðum betur í dag heldur en á móti Grindavík og ætlum við að halda áfram á þessari braut. Þessir þrír leikir sem eftir eru verða erfiðir en allir leikir í sumar hafa verið erfiðir og er ekki hægt að segja að einhver leikur hafi verið léttur. Við fengum mörg færi í dag og vantaði okkur bara að skora og ætlum við bæta úr því. Við ætlum okkur þrjú stig úr hverjum leik því annars þá erum við farnir niður.“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var lélegur hjá okkur en það var allt annað í seinni hálfleik. Framundan eru erfiðir leikir og eru allir leikirnir úrslitaleikir. Við ætlum okkur þrjú stig í hverjum leik og að því stefnum við.“ sagði Ingvar Þór Ólason eftir leikinn.   JJ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×