Sport

Pirelli rallið

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Ford sigruðu í Pirelli rallinu sem lauk í dag. Þeir voru um 50 sek á eftir bræðrunum, Rúnari og Baldri á Subaru í upphafi þriðja keppnisdags en óku áfallalaust í dag og uppskáru sigur. Bræðurnir þurftu að gefa eftir vegna bilunar í gírkassa og höfnuð í öðru sæti. Það nægði bræðrunum hins vegar til að hreppa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Í þriðja sæti urður Jóhannes Gunnarsson og Witek Bogdanski á Mitsubishi. Sigurvegara í nýliðaflokki urðu Hilmar B. Þráinsson og Jóhannes Ægir Arnarson á Toyota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×