Sport

Útlendingamálin skýrast í Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vinnur nú hörðum höndum að því að fá útlending til félagsins. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari meistaraflokks kvenna, var vongóður um að málið yrði frágengið um helgina en vildi þó ekki nefna nein nöfn. "Þetta kemur endanlega í ljós í kvöld. Ég hef unnið að þessu í gegnum umboðsskrifstofu úti og vonast til að ganga frá samningi í kvöld," sagði Sverrir. Karlalið Keflvíkinga hefur nú þegar gengið frá samningi við bandarískan leikmann sem heitir Anthony Glover og mun væntanlega ráða annan leikmann áður en tímabilið hefst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×