Sport

Englendingar öflugir á HM 2006

Enski varnarmaðurinn John Terry er sannfærður um að enska landsliðið sé búið að hrista af sér slenið síðan á EM í Portúgal fyrr á þessu ári. Terry segist þess fullviss að menn muni mæta galvaskir til leiks á HM 2006 og þar verði stórir hlutir uppi á teningnum. "Við eigum enn mikið verk fyrir höndum en ef við höldum áfram á sömu braut eigum við góða möguleika," staðhæfði Terry. Greinilegt er að 3-0 sigurinn á Úkraínumönnum hefur reynst Englendingum mikilvægur fyrir sjálfstraustið en Terry átti stóran þátt í að andstæðingarnir skoruðu ekki mark í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×