Sport

Lyftingamaður féll á lyfjaprófi

Gríski lyftingamaðurinn Leonidas Sampanis, féll á lyfjaprófi í dag, en hann vann á mánudaginn til bronsverðlauna í sínum flokki. Sampanis hefur áður unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta og Sydney. Hann er einnig fyrrum heimsmeistari. Alþjóða ólympíunefndin hefur ekki staðfest niðurstöður lyfjaprófana, þó er búist við að Sampanis verði vísað úr keppni. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Grikkland en á miðvikudag drógu hlaupararnir Kostas Kenteris og Katerina Thanou sig úr keppni vegna lyfjaskandals. Myndin er af Kostas Kenteris.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×