Sport

Maradona með flösu djöfulsins

Diego Armando Maradona, knattspyrnugoðið mikla, hefur barist við kókaínfíkn í fjölmörg ár en ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa hneykslað knattspyrnuheiminn með espiduftsástríðu sinni árið 1991 og ítrekað fengið jákvæðar niðurstöður úr lyfjaprófum, hefur líf þessa frábæra knattspyrnumanns stefnt hraðbyri niðurávið. Nýlega birti Mexikanska blaðið, Futbol, myndir af Maradona í endurhæfingarstöð að fá sér í nebbann. Einnig má sjá hann spígsporandi um allsnakinn með vinum sínum og njóta ásta með kærustu sinni. Í fréttinni kemur fram að kappinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í mjög slæmu ástandi og verið milli lífs og dauða. Maradona er nú staddur í Búenos Aíres þar sem hann heyjir áfram harða baráttu gegn kókaínfíkninni. Nánustu ættingjar Maradona óska þess frá argentínska ríkinu að hann verði settur í farbann til að geta klárað meðferðina. Sjálfur hyggst hann halda til Kúbu eða Sviss í þeim tilgangi að fara í áframhaldandi meðferð gegn "flösu djöfulsins", eins og kókaín er oft kallað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×