Sport

Grönholm úr leik

Finnski ökuþórinn, Markus Grönholm, er úr leik í þýska rallinu eftir að hafa ekið útaf á fyrstu sérleið. Grönholm er í 3. sæti í keppni um heimsmeistaratitil ökumanna þegar 10 umferðir af 16 eru búnar. Frakkinn Sebastian Loeb á Citroen hafði forystu eftir 3 sérleiðir. Belginn Francois Duval á Ford var annar sjónarmun á eftir og Spánverjinn Carlos Sainz á Citroen, þriðji, 15,3 sekúndum á eftir Sebastian Loeb.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×