Sport

Woodgate til Real Madrid

Varnarmaðurinn sterki Jonathan Woodgate er á leiðinni frá enska knattspyrnuliðinu Newcastle United til spænska stórliðsins Real Madrid að sögn sky-fréttastofunnar. Talið er að kaupverðið sé nálægt fimmtán milljónum sterlingspunda, eða í kringum tvo milljarða íslenskra króna. Bobby Robson, hinn aldni stjóri Newcastle segist alls ekki vilja missa Woodgate, enda sé hann sterkasti varnarmaður Englands á góðum degi, en hins vegar sé tilboð Real gríðarlega hátt og erfitt sé að hafna því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×