Sport

Formúlan látin bíða

Lið Jordan í Formúlunni er á höttunum eftir hollenska ökumanninum Christian Alberts og vilja forráðamenn liðsins ólmir fá kappann í prufukeyrslu. Alberts segist spenntur fyrir tilboðinu en er ákveðinn í að halda sínu striki í þýska DTM-kappakstrinum. "Ég á fullt erindi inn í Formúlu 1 kappaksturinn og ég er þakklátur forráðamönnum Jordan fyrir þann sveigjanleika sem þeir hafa sýnt mér. Ég mun leggja allt í sölurnar enda er þetta mitt meginmarkmið," sagði ökumaðurinn knái. Þess má geta að Alberts var prufuökumaður hjá Minardi fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×