Sport

Autosport ýjar að samráði

Í nýjasta hefti breska tímaritsins Autosport segir að FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, hafi haft mikið samráð við Ferrari-liðið vegna fyrirhugaðra reglubreytinga fyrir næsta ár. Þetta hefur blaðið eftir ónefndum starfsmanni FIA. Í tímaritinu segir að Ferrari-liðið hafi þrýst mikið á að reglubreytingar gangi í gegn þar sem þær henti liðinu sérlega vel. Hins vegar er talið að þessar fyrirhuguðu reglubreytingar muni koma sér afar illa fyrir Williams og McLaren-liðin því þessi tvö lið lið hafa fjöðrunarkerfi sem passar ekki að nýju reglunum. Í gegnum tíðina hefur oft blossað upp orðrómur um meinta samvinnu FIA og Ferrari en aldrei hefur tekist að sanna neitt í þeim efnum. Jean Todt, aðalliðsstjóri hjá Ferrari-liðinu, segir umfjöllun Autosport úr lausu lofti gripna og efni hennar ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Það sama segja auðvitað forráðamenn FIA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×