Sport

Úrslit vináttuleikja í gær

Búlgarar, næstu mótherjar Íslendinga, náðu 1-1 jafntefli á útivelli í vináttulandsleik gegn Írum í gærkvöld. Svíar, sem einnig eru í riðli með okkur, gerðu 2-2 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leik Marcos Van Bastens með hollenska liðið. Ungverjar skelltu Skotum 3-0 í Glasgow, Króatar lögðu Ísraela að velli 1-0, Færeyingar unnu Möltu 3-2 og skoraði Frode Benjaminsen, leikmaður Fram, sigurmarkið. Jurgen Klinsmann byrjaði vel með þýska landsliðið sem sigraði Austurríki á útivelli 3-1. Englendingar skelltu Úkraínu 3-0. David Beckham, Michael Owen og Shaun Wright Phillips skoruðu mörkin. Frakkar gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli við Bosníu, Ronaldinho skoraði þrennu fyrir Brasilíu í 6-0 sigri á Haíti, John Hartson og Craig Bellamy skoruðu fyrir Wales í 2-0 útisigri á Lettum, Danir burstuðu Pólverja 5-1 á útivelli þar sem Peter Madsen skoraði þrennu og loks gerðu Tékkar og Evrópumeistarar Grikkja markalaust jafntefli í Prag. Á myndinni skorar Michael Owen eitt marka Englendinga í leiknum gegn Úkraínumönnum í gær.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×