Sport

Figo hættur með landsliðinu

Portúgalski knattspyrnumaðurinn, Luis Figo, hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Þessi frábæri miðvallarleikmaður, sem leikur með Real Madrid, lék 110 landsleiki og skoraði í þeim 31 mark. Síðasta landsleikur hans var úrslitaleikurinn gegn Grikkjum á EM í Portúgal í sumar sem Portúgalir töpuðu mjög óvænt. Þessi ákvörðun hans kemur ekki á óvart enda var hann búinn að gefa það sterklega til kynna að hvernig sem færi á EM myndi hann hætta eftir þá keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×