Sport

Ivan Hlinka látinn

Ivan Hlinka, fyrrverandi þjálfari Pittsburgh Penguins og tékkneska landsliðsins í íshokký, lést af sárum sínum á mánudaginn var eftir bílslys. Bíll Hlinka lenti í árekstri við flutningabíl á aðfaranótt mánudags. Hann var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús en lést skömmu eftir komuna þangað. Hlinka hafði verið endurráðinn sem þjálfari tékkneska landsliðsins í maí á síðasta ári og átti að stýra liðinu til sigurs í heimsmeistarakeppninni í íshokký sem hefst síðar í mánuðinum. Hlinka stýrði Tékklandi til sigurs á Ólympíuleikunum fyrir í Nagano árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×