Sport

Búið að selja 13 þúsund miða

Í gærmorgun höfðu selst rúmlega 13 þúsund miðar á landsleikinn gegn Ítölum. Það er löngu er uppselt í stúku en 7 þúsund miðar til enn í stæði. Nú er um að gera að drífa sig á næsta sölustað og næla sér í miða á þennan merkisleik því stefnan er ljós - aðsóknarmetið á Laugardalsvöllinn skal slegið en það var sett árið 1968 þegar Valur tók á móti portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þann leik sáu 18.194. manns. Drífum okkur og tökum þátt í að slá þetta met - það er löngu kominn tími á það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×