Sport

Ísland í hvítu

Það verður boðið upp á hvíta búninga af hálfu íslenska knattspyrnulandsliðsins í leiknum gegn Ítölum í kvöld.  Á venjulegum degi hefðu Íslendingar leikið í sínum hefðbundnu bláu búningum, þar sem ítalska knattspyrnusambandið óskaði sérstaklega eftir því að fá að leika í sínum dökkbláu búningum, sem eru nokkurs konar vörumerki þeirra, var ekki annað hægt en að verða við beiðni þeirra. Við munum því horfa upp á íslenska liðið leika í fyrsta skipti í nýjum hvítum búningum frá Errea og er ekkert nema gott um það að segja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×