Sport

Becks varar Owen við

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, lét hafa eftir sér að það yrði allt annað en auðvelt fyrir hinn nýkomna Michael Owen að komast í byrjunarlið Real Madrid á komandi tímabili: "Hann þarf að hafa mikið fyrir því að vinna sér sæti í liðinu enda öllum ljóst að það er erfitt að komast í byrjunarliðið hjá liði eins Real Madrid. Það skiptir engu máli hvað þú heitir þegar svona lið er annars vegar," sagði Beckham og bætti við: "Hins vegar er Owen frábær framherji og hefur alla burði til að geta staðið sig í hvaða deild sem er." Flestir í knattspyrnuheiminum eru þó á því að Beckham þurfi ekki síður að sanna sig en Owen eftir ömurlega frammistöðu á síðasta tímabili og á EM í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×