Sport

Iverson puttabrotinn

Ólánið leikur enn við bandaríska landsliðið í körfuknattleik á ólympíuleikunum í Aþenu. Fyrirliði liðsins og burðarás þess, leikstjórnandinn Allen Iverson, hefur brotið á sér þumalfingurinn. Bandaríska liðið leikur gegn liði heimamanna síðar í dag og má illa við því að vera án fyrirliða síns, enda kemur ekkert nema sigur til greina eftir auðmýkjandi tuttugu stiga tap gegn liði Puerto Rico á sunnudaginn. Iverson er þó brattur og segist vonast til þess að spila þrátt fyrir meiðslin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×