Sport

Kínverjar með flest gull

Eftir 3 keppnisdaga á Ólympíuleikunum í Aþenu höfðu Kínverjar unnið til flestra verðlauna, 15 talsins. Kínverskir íþróttamenn höfðu unnið 10 gullverðlaun, næstir komu Ástralar með 6 gull og Japanar með fimm gullverðlaun. Bandaríski sundkappinn, Michael Phelps, varð þriðji í 200 metra skriðsundi í gær og þar með var ljóst að honum myndi ekki takast að slá afrek landa sína Marks Spitz sem vann 7 gullverðlaun á leikunum 1972. Hinn 19 ára Phelps hefur þegar unnið tvenn bronsverðlaun en hann á eftir að keppa í 5 greinum í Aþenu. Kínverjar sigruðu Ný-Sjálendinga með 69 stigum gegn 62 í körfuboltakeppni Ólympíuleikana í morgun. Yao Ming var langstigahæstur, skoraði 39 stig og tók 13 fráköst. Þá sigruðu Ástralar, Angólumenn með 83 stigum gegn 59. Í kvöld klukkan 19,15 mæta Bandaríkjamenn Grikkjum en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamenn fengu harða gagnrýni eftir ósigur gegn liði Púertó Ríkó í fyrstu umferðinni. Jakob Jóhann Sveinsson varð í 21. sæti af 46 keppendum í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun. Jakob synti á 2 mínútum, 15,60 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×