Sport

Kenteris af sjúkrahúsi

Gríski spretthlauparinn Costas Kenteris var útskrifaður af sjúkrahúsi í Aþenu í morgun. Í samtali við fjölmiðla lýsti hann yfir sakleysi sínu og segist aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja. Hann skrópaði í lyfjapróf og lenti skömmu síðar í bílslysi. Gríska ólympíunefndin dæmdi Kenteris og félaga hans, Katerinu Thanou í keppnisbann þar til alþjóða olympíunefndin hefur dæmt í málinu. Það verður væntanlega á morgun. Talsmenn íþróttamannanna óskuðu eftir því við lyfjaeftirlitið að þau Thanou og Kenteris færu í lyfjapróf á sjúkrahúsinu. Þeirri beiðni var hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×