Sport

Met hjá Tiger Woods

Tiger Woods hélt efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa ekki náð nema 24. sæti PGA-meistaramótsins sem laukum helgina. Þar með bætti hann met Gregs Norman og hefur nú verið í 332 vikur í efsta sæti listans. Ernie Els átti möguleika á að komast í efsta sætið með því að vera í einu af tveimur efstu sætunum á meistaramótinu en tókst ekki. Langt er um liðið síðan Tiger Woods hefur náð sigri á stórmóti og bilið milli hans og annarra toppkylfinga minnkar nú stöðugt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×