Sport

Fyrirliðabandið tekið af Kahn

Jurgen Klinsmann, hinn nýráðni þjálfari þýska knattspyrnulandsliðsins, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum Oliver Kahn og færa það yfir á handlegginn á Michael Ballack, en þeir spila báðir með Bayern München. Klinsmann segir þessa ákvörðun tekna í samráði við Kahn og Ballack og í hinu mesta bróðerni en aðalástæðuna fyrir þessari breytingu segir Klinsmann vera þá að hann vilji að fyrirliðinn sé úti á vellinum svo hann nái betur til annarra liðsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×