Sport

Singh sigraði á PGA í golfi

Fidji-maðurinn, Vijay Singh, sigraði á 86. PGA meistaramótinu í golfi sem lauk í Wisconsin í gærkvöldi. Þegar kylfingarnir höfðu lokið við að spila 72 holur stóðu þrír jafnir á 8 höggum undir pari; Singh, og Bandaríkjamennirnir; Chris DiMarco og Justin Leonard. Singh hafði betur í keppni við þá félaga og tryggði sér þriðja stórmeistaratitil sinn. Tiger Woods varð aðeins í 24-30. sæti í Wisconsin en hann heldur ennþá fyrsta sætinu á styrkleikalista kylfinga. Munurinn er orðinn sáralítill, Singh er annar og Ernie Els þriðji á þessum lista.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×