Innlent

Kristnihaldið innblástur

Kristnihald undir jökli, skáldsaga Halldórs Laxness, varð frönskum ljósmyndara innblástur að röð ljósmynda sem hann hefur sýnt víða um heim. Myndirnar eru nú sýndar í fyrsta sinn á Íslandi. Christopher Taylor er enskur ljósmyndari, kvæntur íslenskri konu, Álfheiði Haraldsdóttur og búa þau í Suður-Frakklandi. Tengdamóðir hans gaf honum eitt sinn í gjöf þýðingu á Kristnihaldi undir jökli sem varð honum innblástur að heljarinnar myndarröð sem nú er til sýnis í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.  Taylor segir myndröðina hafa þróast yfir í að vera miklu persónulegri og nánari með tilliti til fjölskyldu konu sinnar. Móðir hennar og faðir komi við sögu, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir og staðirnir sem þeir búi á. Glöggt er gests augað - myndefni Taylors tengist mikið daglegu lífi tengdafjölskyldu hans og geta margir Íslendingar eflaust fundið tengingu við það. Gesturinn Taylor sér ýmsa hluti sem við tökum sem sjálfssagða og erum jafnvel hætt að taka eftir og varpar á þá nýju ljósi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×