Sport

Owen númer 11

Michael Owen hefur fengið úthlutað númeri hjá sínu nýja félagi, Real Madrid. 11 skal það vera. Það var enginn annar en Alfredo di Stefano sem afhenti Owen treyju með nýja númerinu í gær og við það tækifæri sagðist Owen ver ánægður því hann væri nú kominn í besta lið heims. Owen flaug í gegnum læknisskoðun hjá Real Madrid og af því loknu strax aftur til Englands. Þar mun hann ganga frá persónulegum málum en er væntanlegur aftur til Spánar á fimmtudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×