Debet- og kreditkortanotkun eykst 11. ágúst 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingar horfa jafnan mikið á tölur. Mismunandi tölur gefa mismunandi upplýsingar um ástand efnahagsmála hverju sinni. Lesa má margt um þróun einkaneyslu úr tölum um notkun debet- og kreditkorta. Seðlabankinn hefur birt tölur um notkun þessara korta fyrir fyrri helming þessa árs. Í heildina er upphæðin sem greidd var með debetkortum (eða tekin út úr hraðbanka) á tímabilinu janúar til júní á þessu ári 10½ % hærri en á sama tíma í fyrra. Aukningin innanlands er svipuð, en ef tekið er tillit til verðbólgu, þá er aukningin í notkun debetkorta innanlands 7½ %. Aukning í fjölda færslna er ámóta, þannig að svo virðist sem hver færsla á þessu ári sé að raunvirði svipuð og í fyrra. Við notum hins vegar debetkortin meira erlendis á þessu ári en í fyrra, og er aukningin um 23 %, en gengi krónunnar var mjög svipað á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Notkun debetkorta erlendis er mest í því að taka út úr bönkum og svo virðist sem hver úttekt sé heldur hærri í ár en í fyrra. Allt eru þetta vísbendingar um að einkaneysla sé meiri á þessu ári en í fyrra. En hvað með kreditkortin? Svo virðist sem aukningin í notkun debetkorta sé meiri en notkun kreditkorta, eða nálægt 13% frá janúar til júní í fyrra miðað við sama tímabil í ár. Innanlands er aukningin heldur minni og þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu, er aukningin 7½ % eða sú sama og aukning í debetkortaveltu. Færslufjöldinn eykst heldur minna, sem bendir til þess að hver færsla í ár sé hærri en var í fyrra. Á hinn bóginn erum við mun duglegri í að strauja kortin erlendis í ár en í fyrra. Aukningin er ríflega 30 %, eða nálægt þriðjungur. Af þessu má draga þá ályktun að einkaneysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5½ % vexti einkaneyslu á þessu ári meðan fjármálaráðuneytið spáir 5 % aukningu. Miðað við notkun debet- og kreditkorta það sem af er ári, er þetta varfærin spá. Þá bendir aukning í notkun debet- og kreditkorta til þess að skuldir heimilanna séu að aukast þar sem hún er nokkuð umfram launahækkun, en hún mældist 4 % samkvæmt launavísitölu á þessum tíma. Þá er neysla okkar erlendis mun meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta leiðir að öðru óbreyttu til versnandi halla á þjónustuviðskiptum við útlönd. Á móti kemur að samkvæmt fréttum hefur fjöldi erlendra ferðamanna verið mun meiri hérlendis í ár en í fyrra og ef þeir hafa notað debet- og kreditkortin í einhverjum mæli, þá vegur það á móti aukinni neyslu okkar erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingar horfa jafnan mikið á tölur. Mismunandi tölur gefa mismunandi upplýsingar um ástand efnahagsmála hverju sinni. Lesa má margt um þróun einkaneyslu úr tölum um notkun debet- og kreditkorta. Seðlabankinn hefur birt tölur um notkun þessara korta fyrir fyrri helming þessa árs. Í heildina er upphæðin sem greidd var með debetkortum (eða tekin út úr hraðbanka) á tímabilinu janúar til júní á þessu ári 10½ % hærri en á sama tíma í fyrra. Aukningin innanlands er svipuð, en ef tekið er tillit til verðbólgu, þá er aukningin í notkun debetkorta innanlands 7½ %. Aukning í fjölda færslna er ámóta, þannig að svo virðist sem hver færsla á þessu ári sé að raunvirði svipuð og í fyrra. Við notum hins vegar debetkortin meira erlendis á þessu ári en í fyrra, og er aukningin um 23 %, en gengi krónunnar var mjög svipað á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Notkun debetkorta erlendis er mest í því að taka út úr bönkum og svo virðist sem hver úttekt sé heldur hærri í ár en í fyrra. Allt eru þetta vísbendingar um að einkaneysla sé meiri á þessu ári en í fyrra. En hvað með kreditkortin? Svo virðist sem aukningin í notkun debetkorta sé meiri en notkun kreditkorta, eða nálægt 13% frá janúar til júní í fyrra miðað við sama tímabil í ár. Innanlands er aukningin heldur minni og þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu, er aukningin 7½ % eða sú sama og aukning í debetkortaveltu. Færslufjöldinn eykst heldur minna, sem bendir til þess að hver færsla í ár sé hærri en var í fyrra. Á hinn bóginn erum við mun duglegri í að strauja kortin erlendis í ár en í fyrra. Aukningin er ríflega 30 %, eða nálægt þriðjungur. Af þessu má draga þá ályktun að einkaneysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5½ % vexti einkaneyslu á þessu ári meðan fjármálaráðuneytið spáir 5 % aukningu. Miðað við notkun debet- og kreditkorta það sem af er ári, er þetta varfærin spá. Þá bendir aukning í notkun debet- og kreditkorta til þess að skuldir heimilanna séu að aukast þar sem hún er nokkuð umfram launahækkun, en hún mældist 4 % samkvæmt launavísitölu á þessum tíma. Þá er neysla okkar erlendis mun meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta leiðir að öðru óbreyttu til versnandi halla á þjónustuviðskiptum við útlönd. Á móti kemur að samkvæmt fréttum hefur fjöldi erlendra ferðamanna verið mun meiri hérlendis í ár en í fyrra og ef þeir hafa notað debet- og kreditkortin í einhverjum mæli, þá vegur það á móti aukinni neyslu okkar erlendis.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun