Sport

Framtíð Owens í óvissu

Framtíð Michales Owens hjá Liverpool er í algerri óvissu. Hann kom ekkert inná í gærkvöldi þegar Liverpool vann auðveldan 2-0 útisigur á Graz AK í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool. Owen á 10 mánuði eftir af samningi sínum en Real Madrid er talið hafa áhuga á honum. Stórlið Juventus komst í hann krappan á heimavelli gegn sænsku meisturunum í Djurgarden. Svíarnir komust í 2-0 en Juve náði að jafna metin 2-2 með mörkum Trezeguet og Emerson. Glasgox Rangers tapaði á útivelli 2-1 fyrir CSKA Moskva. Benfica lagði Anderlecht að velli 1-0. Dynamo Kiev tapaði á heimavelli 2-1 fyrir Trabzanspor og Maccabi Tel Aviv bar sigurorð af gríska liðinnu Paok Salonikia 2-1 á útivelli. 10 leikir eru í meistaradeildinni í kvöld. Dynamo Búkarest frá Rúmeníu tekur á móti Manchester United og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.35. Undirbúningur United fyrir leikinn hefur ekki verið sem bestur. Fresta varð æfingu liðsins í gær í Rúmeníu vegna rigningar og í gærkvöldi þurfti að rýma hótelið sem United er í vegna sprengjuhótunar. Aðrir athyglisverðir leikir eru á dagskrá í meistaradeildinni. Wisla Krakow fær Real Madrid í heimsókn og KR banarnir í Shellbourne fá Deportivo La Coruna í heimsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×