Sport

4-0 fyrir Gautaborg gegn Örgryte

Gautaborg kjöldró Örgryte 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Tryggvi Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Örgryte. Rúmlega 36 þúsund áhorfendur sáu leik grannanna í Gautaborg. Malmö er á toppnum eftir 4-2 sigur á Trelleborg. Hammarby, lið Péturs Marteinssonar, gerði 1-1 jafntefli við Örebro. Hammarby er í þriðja sæti deildarinnar og þeir mæta Skagamönnum á fimmtudag í Evrópukeppni félagsliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×