Þjóðfélagið allt ein málstofa 10. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nokkrir veigamestu þættir stjórnarskrár lýðveldisins eru í rauninni bráðabirgðaráðstöfun sem alþingismenn hafa ekki treyst sér til að fullvinna á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að hún var upphaflega sett. Þetta er niðurstaða ítarlegrar úttektar sem Fréttablaðið birti á sunnudaginn um það hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa fjallað um stjórnarskrána frá stofnun lýðveldis. Þó að Alþingi hafi sex sinnum á þessu tímabili ráðist í breytingar á ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hróflað við þeim þáttum sem þingmenn töldu í upphafi mesta ástæðu til að endurskoða eins fljótt og auðið væri. Atburðir þeir sem urðu fyrr í sumar þegar forseti Íslands beitti í fyrsta sinn synjunarvaldi embættisins gagnvart lögum frá Alþingi hafa orðið til þess að ríkisstjórnin ætlar að ráðast í endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar er snúa að forsetavaldinu. Reyndar var Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar í nóvember í fyrra búinn að tilkynna að ríkisstjórnin væri reiðubúin til samstarfs við stjórnarandstöðuna um að taka upp þráðinn frá 1944 og færa ýmis atriði stjórnarskrárinnar til nútímalegs horfs. Nefndi hann í því sambandi "stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar", einnig "forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra". Sagði forsætisráðherra að draga mætti upp "skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun". Þetta er vissulega ein leið sem hægt er að fara. En umræðurnar í sumar benda til þess að úti í þjóðfélaginu, á Alþingi og jafnvel meðal einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar sé áhugi á því að hin fyrirhugaða endurskoðun verði víðtækari en forsætisráðherra hafði í huga í fyrravetur. Hún verði ekki bundin við það eitt að festa í sessi þá skipan sem var áður en forseti Íslands beitti synjunarvaldinu. Sérstaklega hafa menn staldrað við hugmyndir um að auka rétt þjóðarinnar til að fá að hafa síðasta orðið um umdeild og mikilsverð málefni í almennri atkvæðagreiðslu. Slíkur réttur er stjórnarskrárbundinn víða í nágrannaríkjunum. Sjálfsagt er að endurskoðunin verði enn víðtækari, snúi til dæmis að þjóðkirkjunni, dómstólunum, ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, svo nokkuð sé nefnt, og mætti þá hugsa sér að hún færi fram í fyrirfram skipulögðum áföngum á nokkrum árum, jafnvel áratug. Það væri snjall leikur hjá ríkisstjórninni að einangra ekki hina fyrirhuguðu endurskoðun innan veggja Alþingis heldur gera þjóðfélagið allt að einni málstofu um stjórnarskrána með því að virkja hinn almenna borgara, auglýsa eftir hugmyndum almennings og standa fyrir markvissri og skipulegri þjóðfélagsumræðu. Má í því sambandi taka mið af vinnubrögðum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa í Danmörku, Finnlandi, Sviss og Austurríki eins og þeim var lýst í fróðlegri grein Páls Þórhallssonar lögfræðings í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Segja má að hér blasi við einstakt tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að hrista af sér óorð valdboðsstjórnmála, sem við hana hefur loðað, og endurnýja samband sitt við fólkið í landinu með því að vinna með kjósendum á lýðræðislegan hátt, eiga orðaskipti við þá og taka tillit til skoðana þeirra.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun