Sport

Arsenal vann fyrsta stríðið

Arsenal bar sigurorð af Manchester United, 3-1, í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn, fyrsta opinbera leik ensku knattspyrnunnar á hverju tímabili, á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í gær. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda og þótt marga leikmenn vantaði í bæði lið þá er ljóst að þau koma vel undirbúnin til leiks í haust. Spánverjinn Jose Antonio Reyes, sem hefur verið í fantaformi það sem af er undirbúningstímabilinu, hélt uppteknum hætti í gær og var valinn maður leiksins. Reyes lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Brasilíumanninn Gilberto Silva og kom þeim síðan yfir á nýjan leik aðeins þremur mínútum eftir að Alan Smith hafði jafnað metin fyrir Manchester United. Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark en fyrirgjöf frá Ashley Cole fór í Silvestre og í markið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×