Sport

Tilboði í Carrick hafnað

West Ham hefur hafnað tilboði Portsmouth í hinn 23 ára miðjumann, Michael Carrick. Tilboðið hljóðaði upp á 2,5 milljónir punda sem er sama upphæð og Crystal Palace bauð í kappann en var einnig hafnað. Portsmouth hefur aldrei áður boðið svo hátt í neinn leikmann. Hins vegar er talið að West Ham sé tilbúið að selja kappann fyrir hærri upphæð. Sú verður líklega raunin því einnig er vitað af áhuga Everton á leikmanninum sem talinn er einn af betri leikmönnum 1. deildarinnar ensku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×